Björgvin vissi af rannsókn KPMG

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra.
Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra. mbl.isFriðrik

Björg­vin G. Sig­urðsson viðskiptaráðherra seg­ist hafa vitað um rann­sókn KPMG á Glitni. Hann hafi hins veg­ar ekki gert sér grein fyr­ir því að um hags­muna­árekstra væri að ræða fyrr en ný­lega. Þetta kem­ur fram á frétta­vefn­um Vísi.Haft er eft­ir hon­um að frétt Kast­ljóss um að hann hafi ekki vitað þessa sé gal­in.

„Að sjálf­sögðu vissi ég alltaf um rann­sókn­ir end­ur­skoðun­ar­skrif­stof­anna á bönk­un­um. Í gær frétti ég af hags­muna­árekstr­um KPMG og hafði sam­band við formann skila­nefnd­ar og Fjár­mála­eft­ir­litið. Það gef­ur auga­leið að þeir geta ekki rann­sakað bank­ann."

Haft var eft­ir Jóni Þór Sturlu­syni, aðstoðar­manni Björg­vins, og Þorf­inni Ómars­syni, fjöl­miðlafull­trúa viðskiptaráðuneyt­is­ins, í gær að ráðherra hefði ekki vitað að KPMG  hefði verið falið að rann­saka Glitni fyrr en fyr­ir nokkr­um dögmum. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert