Björgvin vissi af rannsókn KPMG

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra.
Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra. mbl.isFriðrik

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segist hafa vitað um rannsókn KPMG á Glitni. Hann hafi hins vegar ekki gert sér grein fyrir því að um hagsmunaárekstra væri að ræða fyrr en nýlega. Þetta kemur fram á fréttavefnum Vísi.Haft er eftir honum að frétt Kastljóss um að hann hafi ekki vitað þessa sé galin.

„Að sjálfsögðu vissi ég alltaf um rannsóknir endurskoðunarskrifstofanna á bönkunum. Í gær frétti ég af hagsmunaárekstrum KPMG og hafði samband við formann skilanefndar og Fjármálaeftirlitið. Það gefur augaleið að þeir geta ekki rannsakað bankann."

Haft var eftir Jóni Þór Sturlusyni, aðstoðarmanni Björgvins, og Þorfinni Ómarssyni, fjölmiðlafulltrúa viðskiptaráðuneytisins, í gær að ráðherra hefði ekki vitað að KPMG  hefði verið falið að rannsaka Glitni fyrr en fyrir nokkrum dögmum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert