Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfu eigenda Brúar I og Brúar II á Fljótsdalshéraði sem kröfðust ógildingar á úrskurði óbyggðanefndar að því er varðar þjóðlendu á landsvæði, sem nefnt hefur verið Brúaröræfi. Landeigendur kröfðust viðurkenningar á eignarréttarlegri stöðu lands jarðarinnar Brúar á Jökuldal á svæðinu.
Óbyggðanefnd úrskurðaði í maí 2007 að Brúaröræfi væru þjóðlenda, það er að segja landsvæði sunnan Álftadalsdyngju að Vatnajökli. Þann úrskurð staðfesti Héraðsdómur Austurlands.