Fjármálaeftirlitið í Lúxemborg vill veita upplýsingar

Frá Lúxemborg.
Frá Lúxemborg. mbl.is/Ómar

Fjár­mála­eft­ir­litið í Lúx­em­borg vill veita ís­lensk­um stjórn­völd­um upp­lýs­ing­ar um starf­semi ís­lensku bank­anna þar svo framar­lega sem það sam­rým­ist þarlend­um lög­um og regl­um. Þetta var haft eft­ir tals­manni stofn­un­ar­inn­ar í frétt­um Rík­is­út­varps­ins.

Fram kom að fjár­mála­eft­ir­litið í Lúx­em­borg hafi veitt ís­lenska Fjár­mála­eft­ir­lit­inu upp­lýs­ing­ar þegar það sam­ræm­ist lög­um í Lúx­em­borg. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert