Fréttaskýring: Hamfarir á hrávörumörkuðum

Álframleiðendur víða um heim hafa verið að skera niður kostnað …
Álframleiðendur víða um heim hafa verið að skera niður kostnað til þess að mæta miklum verðlækkunum á áli. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Í stuttri frétta­skýr­ingu í tölu­blaði The Econom­ist sem kom út í októ­ber und­ir heit­inu Á meðan, í hinu raun­veru­lega hag­kerfi (Me­anwhile in the real economy) kom fram að vand­ræði banka um all­an heim hefðu mik­il skamm­tíma­áhrif til hins verra, en ham­far­irn­ar sem ættu sér stað hrávörumörkuðum ættu eft­ir að hafa meiri og víðtæk­ari áhrif. Þar ræður mestu að fram­leiðslu­grein­ar eru hin „eina sanna“ und­ir­staða hag­kerfa, eins og það er orðað.
Verðfall á hrávöru und­an­farna fjóra til fimm mánuði hef­ur verið það lang­sam­lega mesta og hraðasta í sög­unni. Fatið af olíu hef­ur lækkað úr 147 doll­ur­um um miðjan júlí niður í um 40 doll­ara nú. Það er um nærri 73 pró­sent. Svipaða sögu má segja um aðra hrávöru, svo sem málma, fisk og hveiti. Allt hef­ur lækkað um tugi pró­sent sam­hliða verðlækk­un á olíu.

Fyr­ir­séðar svipt­ing­ar?

Frétt­skýrend­ur fag­tíma­rita um viðskipti eru flest­ir hverj­ir sam­mála um að alþjóðlega fjár­málakrís­an, sem fellt hef­ur banka um all­an heim, sé eitt en verðfallið á hrávörumörkuðum annað. Hvoru tveggja hef­ur þó áhrif hvort á annað.

Alþjóðlega „ból­an“ sem nú er sprung­in, sem drif­in var áfram af láns­fjár­magni, gerði fram­leiðslu­fyr­ir­tækj­um kleift að ráðast í mikl­ar fjár­fest­ing­ar. Eft­ir­spurn jókst mikið sam­hliða því að fólk hafði meira á milli hand­anna. Þetta leiddi til þess að verð á nán­ast allri hrávöru hækkaði mikið og hratt á ár­un­um 2003 fram á mitt þetta ár.

Kaup­sýslumaður­inn Geor­ges Soros seg­ir í bók sinni The New Para­digm for Finicial Mar­kets að þetta ástand hafi „aldrei verið eðli­legt“ og því hafi fjár­fest­ar vitað, innst inni, að ból­ur hafi mynd­ast. „Samt tóku menn þátt í þessu, ég þar á meðal,“ seg­ir Soros meðal ann­ars í bók­inni.

Bólu­ein­kenn­in á hrávörumörkuðunum blöstu við, þegar hrikti í stoðum banda­ríska hús­næðislána­kerf­is­ins um mitt ár í fyrra. Hluta­bréf tóku þá að falla í verði. Marg­ir fjár­fest­ar færðu þá fjár­fest­ing­ar yfir í hrávöru, meðal ann­ars gull og málma, til þess að auka lík­ur á ávöxt­un. Eft­ir því sem vanda­mál fjár­mála­stofn­anna dýpkuðu því meira hækkaði verð á hrávörumörkuðum, þvert á spár margra. Þetta var þó skamm­góður verm­ir, eins og bú­ast mátti við. Vanda­mál á fjár­mála­mörkuðum fóru fljót­lega að hafa svo víðtæk áhrif að hag­kerfi heims­ins nötruðu. Ekki sér enn fyr­ir end­ann á þeirri þróun.

Á vor­mánuðum voru strax blik­ur á lofti á hrávörumörkuðum. Aðgengi að fjár­magni var orðið erfitt en fram­boð af vör­um enn um­tals­vert. Draga tók veru­lega úr eft­ir­spurn eft­ir vör­um. Í kjöl­farið fóru fyr­ir­tæki, fjár­fest­ar og op­in­ber­ir aðilar út um all­an heim að halda að sér hönd­um. Þá tók verð á hrávöru að hrapa. Í því ferli eru hrávörumarkaðir nú, og sér ekki fyr­ir end­ann á þeirri þróun. Áhrif­in af þess­ari þróun á ein­stök svæði í heim­in­um hafa verið mik­il. Lönd í Aust­ur-Evr­ópu sem byggja mikið á málm­fram­leiðslu eru mörg hver í mikl­um efna­hags­vanda. Úkraína er dæmi um þetta en stálfram­leiðsla er stærsta út­flutn­ings­grein lands­ins. Stál hef­ur fallið um tæp­lega 80 pró­sent í verði á inn­an við fimm mánuðum. Sam­hliða nán­ast lokuðum fjár­mála­mörkuðum var neyðar­hjálp frá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum eina leiðin. Svo fór að lok­um að sjóður­inn lánaði Úkraínu 16 millj­arða doll­ara gegn fjölþætt­um skil­yrðum um efna­hagsúr­bæt­ur.

Skýr áhrif á ís­lenskt efna­hags­líf

Þó hrun ís­lenska banka­kerf­is­ins hafi haft gríðarlega mik­il áhrif á ís­lenskt efna­hags­líf, sem kallaði á hjálp frá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum, þá gætu verðlækk­an­ir á hrávörumörkuðum haft enn meiri áhrif til lengri tíma. Verð á áli hef­ur lækkað úr 3.400 doll­ur­um í júlí niður í um 1.400 doll­ara nú. Sú lækk­un hef­ur bein áhrif á orku­sölu op­in­berra orku­fyr­ir­tækja til ál­vera, þar sem orku­verðið sveifl­ast með heims­markaðsverði á áli.

Til viðmiðunar bygg­ir 11,9 pró­sent arðsem­is­krafa á orku­sölu Lands­virkj­un­ar frá Kára­hnjúka­virkj­un til ál­vers Alcoa á Reyðarf­irði á því að heims­markaðsverð á áli sé um 1.550 doll­ar­ar. Orku­fyr­ir­tæk­in hafa þó leiðir til þess að minnka áhrif af svo hröðu verðfalli eins og und­an­farna mánuði. Með af­leiðusamn­ingn­um geta þau tryggt sig fyr­ir sveifl­um. Því er lík­legra að áhrif­in á orku­fyr­ir­tæk­in af verðfall­inu á áli komi fram eft­ir nokkra mánuði með skýr­ari hætti, hald­ist verðið áfram lágt.

Verð á fiski hef­ur lækkað mikið á alþjóðamörkuðum, eða um 20 til 40 pró­sent. Verðið er þó mis­jafnt eft­ir mörkuðum og einnig eft­ir því hvort fisk­ur­inn er eld­is­fisk­ur eða veidd­ur í villt­um fiski­stofn­um. Fisk­ur­inn sem seld­ur er frá Íslandi er nær all­ur veidd­ur úr villt­um fiski­stofn­um. Veik­ing krón­unn­ar und­an­farna mánuði hef­ur gert það að verk­um að sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki hafa fengið gott verð fyr­ir afurðir sín­ar í krón­um talið. Áhrif­in af verðlækk­un­um hafa því ekki verið eins mik­il og ætla mætti. Lík­legt má telja að þetta breyt­ist eft­ir því sem krón­an styrk­ist. Þá mun lágt afurðaverð og minnk­andi eft­ir­spurn vera helstu rekstr­ar­vand­mál fyr­ir­tækj­anna.

Mik­il óvissa

Ef það er eitt­hvað sem hægt er að reiða sig á, miðað við reynslu síðustu ára, er að ómögu­legt er að spá fyr­ir um verðþróun á hrávöru. Mikl­ar sveifl­ur hafa ein­kennt hrávörumarkaði und­an­far­in ár þó aldrei hafi sveifl­an verið eins mik­il niður á við og nú.

Paul Krugman, nó­bels­verðlauna­hafi í hag­fræði og pistla­höf­und­ur The New York Times, tel­ur að efna­hagsniður­sveifla í heim­in­um öll­um, það er mik­il lækk­un á hrávör­um sam­hliða erfiðleik­um fjár­mála­stofn­anna, geti varað í allt að ára­tug. Það mat Krugmans, sem er einna þekkt­ast­ur er fyr­ir að vera sann­spár um erfiðleika á hús­næðismörkuðum, gef­ur vís­bend­ingu um það sem koma skal og er þegar farið að valda vand­ræðum.

Verðfall á olíu hefur aldrei verið eins mikið og undanfarna …
Verðfall á olíu hef­ur aldrei verið eins mikið og und­an­farna fimm mánuði, eða rúm­lega 70 pró­sent. Hér sést Statfjord A bor­pall­ur­inn í Norður­sjó. Øyvind Hagen/​Statoil­Hydro
Yulia Tymoshenko, fosætisráðherra Úkraínu, hefur ekki mikla ástæðu til þess …
Yulia Tymos­hen­ko, fosæt­is­ráðherra Úkraínu, hef­ur ekki mikla ástæðu til þess að fagna. Verðfall á stáli sam­hliða erfðileik­um banka í land­inu hef­ur haft al­var­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir efn­hag lands­ins. Stál er ein helsta út­flut­ings­vara Úkraínu en það hef­ur lækkað um næst­um 80 pró­sent í verði. GLEB GARANICH
Fiskur hefur lækkað um 20 til 40 prósent í verði …
Fisk­ur hef­ur lækkað um 20 til 40 pró­sent í verði á alþjóðamörkuðum und­an­farna mánuði. Minnk­andi eft­ir­spurn ræður þar miklu. Hall­dór Svein­björns­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert