Nefskattur vegna RÚV verður hærri en afnotagjaldið

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Tak­mark­an­ir verða sett­ar á mögu­leika Rík­is­út­varps­ins til afla tekna af aug­lýs­ing­um, skv. frum­varpi mennta­málaráðherra til breyt­inga á lög­um um Rík­is­út­varpið ohf., sem lagt var fram á Alþingi í dag.

Meðal ann­ars er óheim­ilt að sýna aug­lýs­ing­ar sem bein­ast að börn­um í 10 mín­út­ur fyr­ir og eft­ir út­send­ingu slíks efn­is.

Nefskatt­ur verður tek­inn upp í stað af­nota­gjalds; ein­stak­ling­ur og lögaðilar greiði 17.900 krón­ur á ári en af­nota­gjaldið á hvert heim­ili er nú 35,940 krón­ur. Í upp­haf­leg­um lög­um um RÚV ohf. var gert ráð fyr­ir að nefskatt­ur­inn væri 14.580 kr. Hann mun renna beint í rík­is­sjóð en í sér­stök­um þjón­ustu­samn­ingi milli RÚV og rík­is­ins verði stofn­un­inni tryggðar tekj­ur.

  • Rík­is­út­varp­inu ohf. er óheim­ilt að afla tekna með kost­un, nema þegar um er að ræða til­tekna stórviðburði.
  • Hlut­fall aug­lýs­inga af dag­leg­um út­send­ing­ar­tíma Rík­is­út­varps­ins ohf., að kjör­tíma und­an­skild­um, skal ekki vera hærra en 10%. Á kjör­tíma skal þetta hlut­fall eigi vera hærra en 5%. Kjör­tími telst út­send­ing­ar­tím­inn frá kl. 19.00 til 22.00.  
  • Hver aug­lýs­inga­tími skal vera inn­an við 200 sek­únd­ur. Ekki skulu vera fleiri en tveir aug­lýs­inga­tím­ar á hverri klukku­stund út­send­ing­ar.
  • Óheim­ilt er að rjúfa dag­skrárliði sem eru styttri en 45 mín­út­ur með aug­lýs­inga­tíma.
  • RÚV verður óheim­ilt að afla tekna með vöruinn­setn­ingu, þ.e. að semja við fram­leiðend­ur vöru og þjón­ustu um óbeina kynn­ingu á vör­um þeirra eða þjón­ustu með inn­setn­ingu þeirra í sviðsmynd­ir og hvers kon­ar um­fjöll­un sem kann að hafa
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert