Takmarkanir verða settar á möguleika Ríkisútvarpsins til afla tekna af auglýsingum, skv. frumvarpi menntamálaráðherra til breytinga á lögum um Ríkisútvarpið ohf., sem lagt var fram á Alþingi í dag.
Meðal annars er óheimilt að sýna auglýsingar sem beinast að börnum í 10 mínútur fyrir og eftir útsendingu slíks efnis.
Nefskattur verður tekinn upp í stað afnotagjalds; einstaklingur og lögaðilar greiði 17.900 krónur á ári en afnotagjaldið á hvert heimili er nú 35,940 krónur. Í upphaflegum lögum um RÚV ohf. var gert ráð fyrir að nefskatturinn væri 14.580 kr. Hann mun renna beint í ríkissjóð en í sérstökum þjónustusamningi milli RÚV og ríkisins verði stofnuninni tryggðar tekjur.
- Ríkisútvarpinu ohf. er óheimilt að afla tekna með kostun, nema þegar um er að ræða tiltekna stórviðburði.
- Hlutfall auglýsinga af daglegum útsendingartíma Ríkisútvarpsins ohf., að kjörtíma undanskildum, skal ekki vera hærra en 10%. Á kjörtíma skal þetta hlutfall eigi vera hærra en 5%. Kjörtími telst útsendingartíminn frá kl. 19.00 til 22.00.
- Hver auglýsingatími skal vera innan við 200 sekúndur. Ekki skulu vera fleiri en tveir auglýsingatímar á hverri klukkustund útsendingar.
- Óheimilt er að rjúfa dagskrárliði sem eru styttri en 45 mínútur með auglýsingatíma.
- RÚV verður óheimilt að afla tekna með vöruinnsetningu, þ.e. að semja við framleiðendur vöru og þjónustu um óbeina kynningu á vörum þeirra eða þjónustu með innsetningu þeirra í sviðsmyndir og hvers konar umfjöllun sem kann að hafa