Jólasveinar valda nágrannadeilum

00:00
00:00

Jóla­sveinn sem dill­ar mjöðmun­um og syng­ur am­er­ísk jóla­lög á svöl­um fjöl­býl­is­húss hef­ur næst­um því kostað ná­granna­stríð í virðulegu hverfi í Reykja­vík.  Slík dæmi koma upp á hverju ári um of­saglaðar jóla­skreyt­ing­ar sem draga að sér múg og marg­menni ná­grönn­um til hremm­ing­ar.  

Sig­urður Helgi Guðjóns­son, formaður Hús­eig­enda­fé­lags­ins, seg­ir þetta dellu sem fer út í öfg­ar og sum­ir séu viðkvæm­ir fyr­ir þess­um hávaða og ljósa­dýrð. Hann nefn­ir dæmi um fólk sem fékk sér blikk­andi út­gáfu af Stúf jóla­sveini sem skaust skrækj­andi upp úr skor­stein­in­um með jöfnu milli­bili. Íbúi í hús­inu við hliðina íhugaði þá að fá sér hagla­byssu og skjóta jóla­svein­inn niður.

En Íslend­ing­ar eru fastheldn­ir á fleiri jólasiði og Sig­urður Helgi fékk hót­an­ir eft­ir að hafa stungið upp á því í í fyrra að hús­fé­lög gætu bannað íbúm að elda kæsta skötu í fjöl­býli  á Þor­láks­messu. Hann lík­ir lykt­inni af kæstri skötu við hryðju­verka­árás á þef­skynið og seg­ir ólykt­ina sumstaðar loða við íbúðir og stiga­ganga langt fram á vor.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert