Laun stjórnenda helstu lífeyrissjóða munu lækka

Gildi lífeyrissjóður hefur ákveðið 10% lækkun launa hjá stjórnarmönnum sjóðsins og æðstu stjórnendum frá næstu áramótum. Samkvæmt upplýsingum blaðsins áforma stjórnir nokkurra helstu lífeyrissjóða einnig launalækkun en tölur hafa ekki verið ákveðnar. Forstjórar stærstu lífeyrissjóða landsins hafa verið með 20-30 milljónir króna í árslaun. Hæstu launin fékk Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna, tæpar 30 milljónir króna, eða um 2,5 milljónir á mánuði á síðasta ári. Framkvæmdastjóri Gildis, Árni Guðmundsson, var með 21,5 milljónir króna en 10% lækkun á því nemur rúmum 2 milljónum. Samkvæmt upplýsingum blaðsins hafa laun stjórnenda ekki verið tengd við árangur sjóðanna en raunávöxtun þeirra á síðasta ári var misgóð. Hún var neikvæð um 0,8% hjá stærsta sjóðnum, LSR, og frá 0% til 2,4% hjá fjórum stærstu sjóðum þar á eftir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert