Next vildi þau eða ekkert

Next í Kringlunni.
Next í Kringlunni. ml.is/Valdís Thor

Sverrir Berg Steinarsson telur að fyrirtæki hans og Ragnhildar Önnu Jónsdóttur, Árdegi, hefði lifað hefði Landsbanki ekki fallið.

„Við leituðum eins og svo margir út fyrir landsteinana og fjárfestum í Merlin í Danmörku.“ Árdegi hafi verið í miðju söluferli á raftækjakeðjunni og komið með tvo fjárfesta og hillt undir bindandi tilboð sem fór í „fullkomið uppnám“ við fallið. „Hefðum við náð að klára söluferlið hefðum við greitt allar okkar skuldir og átt góðan afgang.“

Sverrir segir Merlin hafa verið verðmætustu eignina í safni Árdegis, en við gjaldþrotið hafi skuldirnar setið eftir í fyrirtækinu hér heima. „Þá fór dómínóið af stað. Við lögðum nótt við dag í að bjarga verðmætum og bjarga þeim störfum sem voru í fyrirtækinu og okkur því gleðiefni að Next þyrfti ekki að fara sömu leið og annar rekstur.“

Sverrir segir erfitt að missa fyrirtækið sitt. Nordex, dótturfyrirtæki Árdegis, sem átti Next og Noa Noa, hafi hins vegar verið í ábyrgð fyrir móðurfélagið. „Búið var að reyna allt til að halda félaginu gangandi en bankinn var ekki tilbúinn að aflétta ábyrgðinni.“ Hjónin eignuðust aftur Next eftir að Arev N1 keypti það úr þrotabúi Nordex og seldi þeim tæpan helming. „Aðeins var um tvennt að ræða; að við kæmum að rekstri verslunarinnar eða henni yrði lokað hér á landi.“ Það hafi verið skilyrði Next í Bretlandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert