NORDFAG gagnrýnir uppsagnir á RÚV

NORDFAG, samtök stéttarfélaga almannaútvarpsstöðva á Norðurlöndunum, lýsa vonbrigðum, undrun og reiði yfir að stjórnvöld á Íslandi hafi grafið undan fjárhagslegum grundvelli RÚV með mjög alvarlegum afleiðingum fyrir íslenskt samfélag, samstarfsaðila RÚV og fyrir RÚV að starfa á sem hagkvæmastan hátt.

Þetta kemur fram í opinberu bréfi frá samtökunum til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra.

Í bréfinu, sem birt er á vef BSRB, segir að það sé undarlegt að árið 2008 sé hægt án rökstuddra ástæðna að segja upp starfsmönnum sem í fjölda ára hafa starfað fyrir almannaútvarpið. Samtökin mælast því til við ríkisstjórn og Alþingi að RÚV verði séð fyrir fjármagni svo hægt sé að endurráða þá sem sagt var upp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Guðmundur M Ásgeirsson: ?
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert