Skipulagsstofnun hefur fengið í hendur frummatsskýrslu Vegagerðarinnar vegna mats á umhverfisáhrifum Norðfjarðarvegar um Norðfjarðargöng. Göngin eiga að vera milli Eskifjarðar og Norðfjarðar í Fjarðabyggð í Suður-Múlasýslu.
Jarðgöngin verða 6,9-7,8 km löng og nýir vegir verða samtals 7,2-8,8 km langir beggja vegna gangamunna. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist seint á árinu 2009 og taki 3-3½ ár. Kostnaður er áætlaður 8-9 milljarðar króna.
Vegagerðin mun standa fyrir opnu húsi og kynna framvæmdina miðvikudaginn 7. janúar 2009 í Egilsbúð, Neskaupsstað kl. 17-19 og fimmtudaginn 8. janúar 2009 í Valhöll, Eskifirði kl. 17-19. Hægt er að gera skrifleathugasemdir og berast fyrir 22. janúar til Skipulagsstofnunar.