Pappírsverksmiðjan þarf ekki í umhverfismat

Hellisheiðarvirkjun
Hellisheiðarvirkjun Rax / Ragnar Axelsson

Pappírsverksmiðja sem fyrirhuguð er við Hellisheiðarvirkjun er ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, að mati Skipulagsstofnunar, og þarf því ekki að fara í umhverfismat.

Um er að ræða pappírsverksmiðju þar sem unnar verða pappírsafurðir úr innfluttum pappírsmassa bæði til útflutnings og notkunar innanlands. Fyrirhugað er að verksmiðjan verði staðsett norðan stöðvarhúss Hellisheiðarvirkjunar og suðvestan við tengivirki Landsnets, á fyrirhuguðu niðurrennslissvæði virkjunarinnar.

Skv. áætlunum verður byggingin um 7500 m² að grunnfleti og gert er ráð fyrir að hæstu einingar hennar verði um 12-13 metra háar. Gert er ráð fyrir að heildarsvæði sem fari undir framkvæmdir verði um 12.000 m².

Fram kemur í gögnum frá þeim sem að verkefninu standa, að staðsetning verksmiðjunnar í nágrenni Hellisheiðarvirkjunar geri mögulegt að nýta heitt skiljuvatn og gufu frá virkjuninni til upphitunar og framleiðslu þurrklofts, sem séu nauðsynlegt í framleiðsluferlið. Á þennan hátt skapist möguleiki á að nýta hátt hlutfall af varmaorku gufu í ferlinu, orku sem þyrfti annars að framleiða að umtalsverðum hluta með brennslu óendurnýjanlegs eldsneytis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert