Persson: Aukin lántaka - aukinn vandi

Göran Persson heilsar Jóhannesi Norðdal, fyrrum seðlabankastjóra.
Göran Persson heilsar Jóhannesi Norðdal, fyrrum seðlabankastjóra. mbl.is/Árni Sæberg

„Þið getið ekki haldið áfram að fá lán til að greiða niður vext­ina af skuld­inni sem hef­ur safn­ast vegna bankakrepp­unn­ar. Ef þið gerið það þá verður krón­unni ykk­ar refsað, “seg­ir Gör­an Pers­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Svíþjóðar.

„Krón­an ykk­ar verður að búa yfir trú­verðug­leika svo það sé hægt að fleyta henni á alþjóðamörkuðum. Þetta snýst ekki aðeins um efna­hags­leg grund­vall­ar­atriði, held­ur snýst þetta um trú­verðug­leika.“

Þetta kom fram í fyr­ir­lestri sem hann flutti í Há­skóla Íslands í dag. Þar fjallaði hann um krepp­una sem reið yfir Svíþjóð á tí­unda ára­tugn­um og það sem Íslend­ing­ar gætu lært af Sví­um.

„Þið eruð rétt að byrja,“ seg­ir Gör­an Pers­son um þá erfiðleika sem ís­lenska þjóðin stend­ur frammi fyr­ir um þess­ar mund­ir. 

Hann seg­ir ís­lensk stjórn­völd verði að sýna strangt aðhald í rík­is­rekstri og þau vinni mark­visst að því að rétta af fjár­laga­hall­ann.

„Ég gerði það og endaði sem einn hataðasti stjórn­mála­maður í Svíþjóð í ár­araðir, en það var þess virði þar sem hinn val­kost­ur­inn var verri,“ seg­ir Pers­son og bætti við að Íslend­ing­ar verði að slá skjald­borg um rík­is­rekst­ur­inn.

„Þið megið eng­an tíma missa. Sum­ir halda því fram að við eig­um að bíða með að taka á end­ur­skipu­lagn­ingu rík­is­fjár­mál­anna fyrr en á næsta ári. Ég held að Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn sé á þeirri skoðun. Því að glata ári. Hvers vegna að bíða,“ spyr Pers­son. 

Verði ekki gripið til aðgerða þegar í stað muni markaður­inn refsa krón­unni. „Það mun leiða til þess að rík­is­stjórn­in eða seðlabank­inn muni grípa til aðgerða til að verja krón­una,“ seg­ir Pers­son og bæt­ir við að það verði gert á for­send­um ytri þátta, þ.e. markaðar­ins, en ekki á for­send­um ís­lenskra stjórn­valda.

„Þið ráðið því sjálf ef þið viljið bíða. Ég tel að biðin verði of dýru verði keypt.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka