Atkvæðagreiðslukerfi Alþingis bilaði í dag og því þurftu atkvæðagreiðslur að fara fram með handauppréttingu. Kristinn H. Gunnarsson var í forsetastóli og stýrði atkvæðagreiðslunni með myndarbrag en stemmningin minnti dálítið á kennslustund í grunnskóla.
Forseti gleymdi þó sjálfur að greiða atkvæði í fyrsta skiptið en var minntur á það og rétti samviskusamlega upp hönd í hverri atkvæðagreiðslu eftir það.