Frændþjóðir rétta Íslendingum hjálparhönd

Cristina Husmark Pehrsson samstarfs- og félagsmálaráðherra Svíþjóðar og Halldór Ásgrímsson …
Cristina Husmark Pehrsson samstarfs- og félagsmálaráðherra Svíþjóðar og Halldór Ásgrímsson framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar. mbl.is

Hinar Norðurlandaþjóðirnar hafa sameinast um að aðstoða Ísland vegna fjármálakreppunnar. Norrænu samstarfsráðherrarnir samþykktu í morgun aðgerðir til aðstoðar þar sem áhersla er lögðu á mikilvægi þess íslenska fræðasamfélagið og íslensk ungmenni verði áfram virk í norrænu samstarfi.

Á fundi í Kaupmannahöfn lögðu ráðherrarnir áherslu á að sérlega mikilvægt væri að tryggja að meðal annars íslenska fræðasamfélagið og íslensk ungmenni gætu áfram verið virk í norrænu samstarfi.

Ráðherrarnir hafa beðið Halldór Ásgrímsson, framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar, um að vinna tillögu að aðgerðum. Þær á, samkvæmt áætlun, að leggja fyrir samstarfsráðherrafund í byrjun mars á næsta ári.

Norrænar þjóðir hafa þegar sýnt stuðning sinn við Íslendinga með aðstoð við að afla lána hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. „En við teljum þörf á frekari aðgerðum til að styðja við Ísland vegna þess erfiða ástands sem skapast hefur", er haft eftir ráðherrunum á vef Norðurlandaráðs.

Cristina Husmark Pehrsson samstarfs- og félagsmálaráðherra Svía stýrði fundi norrænu samstarsráðherranna. Svíar fara með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni á þessu ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert