Stjórnvöld í Lúxemborg veiti upplýsingar

Glitnir í Lúxemborg.
Glitnir í Lúxemborg. mbl.is/Ólafur

Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra hefur óskað eftir því við stjórnvöld í Lúxemburg að þau veiti öllum þeim aðilum sem hafa með rannsókn á falli íslensku bankanna að gera og aðdraganda þess nauðsynlegan aðgang að gögnum sem því tengjast og geta verið að finna í dótturfélögum íslensku bankanna þar í landi. Þetta á einnig við um íslensk skattayfirvöld.

Í erindinu er bent á að vegna sérstakra aðstæðna á Íslandi sé það afar brýnt að aðgangur að öllum mikilvægum rannsóknargögnum sé greiður og hann bættur frá því sem nú er sé þess kostur. Þá er lögð áhersla á að greiður aðgangur að rannsóknargögnum sé mikilvægur þegar kemur að sölu eigna úr dótturfélögum bankanna.

Strandi aðgangur að gögnum á því að þetta eru fjármálafyrirtæki í lögsögu Lúxemburg er lögð þung áhersla á það í erindi viðskiptaráherra að stjörnvöld í Lúxemburg geri allt sem hægt er til að tryggja slíkan aðgang.




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert