Stormur í kvöld og aftur á morgun

Gert er ráð fyrir stormi um tíma suðvestantil í kvöld og aftur seint á morgun. Veðurstofan spáir nú suðlægri átt, víða 8-13 m/s og rigning eða súld, einkum sunnantil.  þá verður norðaustan 5-10 m/s um tíma síðdegis norðvestantil.

Síðdegis hvessir og verður þá talsverð rigning sunnan- og vestanlands. Í kvöld má gera ráð fyrir sunnan- og suðvestan 13-23 m/s  en hvassast verður suðvestantil. Hiti verður 1 til 7 stig en í kvöld mun kólna mikið.

Í nótt verður suðvestan 10-15 m/s og skúrir eða él sunnan- og vestantil, en léttir til norðan- og austanlands. Seint á morgun verður síðan ört vaxandi suðaustanátt með hlýnandi veðri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert