Þjófarnir skildu bílinn eftir

Nokkuð hefur verið um það að olíu hafi verið stolið …
Nokkuð hefur verið um það að olíu hafi verið stolið úr tönkum vörubíla með uppdælingarbúnaði.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú tveggja manna sem talið er að hafi dælt um 180 lítrum af olíu upp úr vörubílstönkum í Víkurhvarfi í Kópavogi í nótt. Mennirnir hlupu á brott þegar komið var að þeim vera að dæla olíunni upp og skildu þeir hana eftir í brúsa.

Auk þess skildu þjófarnir eftir bifreið sem þeir höfðu komið á og hefur lögreglan nú bifreiðina í sinni vörslu. Rannsókn málsins er langt komin og telur lögreglan sig hafa góðar vísbendingar um hverjir voru að að verki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka