Gert ráð fyrir stormi

Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér viðvörun, þar sem gert er ráð fyrir stormi um tíma suðvestantil í kvöld og aftur seinni partinn á morgun.

Spáin er svona:

Suðaustan 15-23 m/s og rigning suðvestantil, en annars hægari. Austlægari norðvestantil í fyrstu. Hiti 1 til 7 stig. Sums staðar talsverð rigning sunnan- og vestanlands í kvöld.

Suðvestan 10-18 í nótt og skúrir eða él sunnan- og vestantil, en léttir til norðan- og austanlands. Kólnandi í bili. Ört vaxandi suðaustanátt suðvestantil með hlýnandi veðri seint á morgun, 18-25 og rigning annað kvöld, en heldur hægari um landið austanvert. Hlýnandi veður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert