Yfirlýsing frá Nýja Glitni

Friðrik Tryggvason

Vegna um­mæla Sig­mars K. Al­berts­son­ar, skipta­stjóra þrota­bús HUMAC í Kast­ljósi í kvöld vill Nýi Glitn­ir koma eft­ir­far­andi á fram­færi:

Í aðdrag­anda að gjaldþroti HUMAC hafði hóp­ur áhuga­samra kaup­enda sam­band við Nýja Glitni og gerðu bank­an­um til­boð í eign­ir þrota­bús­ins. Til þess að tryggja opið og gegn­sætt sölu­ferli hafnaði stjórn Nýja Glitn­is til­boðinu þar sem Nýi Glitn­ir taldi betri kost að sala eigna fé­lags­ins færi í form­legt op­in­bert ferli hjá skipta­stjóra.

 

Eft­ir að skipta­stjóri tók við mál­inu gerði sami fjár­festa­hóp­ur hon­um til­boð í eign­ir fé­lags­ins og óskaði skipta­stjóri eft­ir samþykki Nýja Glitn­is og mælti með því að til­boðinu yrði tekið þar sem hann taldi ein­sýnt að ekki kæmi hærri til­boð. Þá var það álit hans að ef rekst­ur fé­lags­ins myndi stöðvast myndu veru­leg­ir fjár­mun­ir glat­ast og 20–25 starfs­menn missa vinn­una. Í ljósi þessa álits skipta­stjóra tóku stjórn­end­ur Nýja Glitn­is þá ákvörðun að setja sig ekki uppá móti sölu þrota­bús HUMAC á eign­um fé­lags­ins til áður­nefnds fjár­festa­hóps.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert