210 sinntu útköllum

Björgunarsveitarmenn að störfum í Reykjanesbæ í kvöld.
Björgunarsveitarmenn að störfum í Reykjanesbæ í kvöld. vf.is/Hilmar Bragi

Mjög hefur nú lægt á Suðvesturlandi en óveður var þar í kvöld. Samhæfingarstöð almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra var opin í kvöld en laust fyrir klukkan 12 voru menn þar að hætta vaktinni. Þá höfðu borist 137 hjálparbeiðnir  og var áætlað að 210 sjálfboðaliðar hefðu verið að störfum í kvöld. Einnig  voru lögreglumenn, slökkvilið og starfsmenn áhaldahúsa við störf.

Ekki var vitað um nein slys á fólki og ekki heldur um mikið tjón af völdum óveðursins. Hjálparbeiðir höfðu hins vegar borist víða að, allt frá Reykjanesi til Snæfellsness og Suðurlands. 

Björgunarmenn heftu m.a. girðingar, þök og trampólín, birgðu fyrir glugga og aðstoðuðu vegfarendur vegna ófærðar.  Vesturlandsvegur var lokaður um tíma  vegna veðursins og eins var Hellisheiði lokað tímabundið vegna óveðurs og ófærðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert