Aðstoð kirkjunnar tvöfalt meiri nú

Afgreiddar umsóknir um aðstoð hjá Hjálparstarfi kirkjunnar voru 125% fleiri í nóvember í ár en í fyrra. Fjöldi umsækjenda nú í nóvember var um 350 og kunna viðkomandi að hafa fengið aðstoð oftar en einu sinni í mánuðinum, að sögn Jónasar Þóris Þórissonar, framkvæmdastjóra hjálparstarfsins, sem bætir því við að margir nýir séu meðal umsækjendanna.

„Hingað hefur komið fólk sem við höfum aldrei séð hér áður. Þetta hafa til dæmis verið einyrkjar eða litlir verktakar sem hafa misst vinnuna og eiga kannski ekki rétt á að komast strax á atvinnuleysisbætur.“

Sameiginleg jólaúthlutun Hjálparstarfs kirkjunnar, mæðrastyrksnefndar og Reykjavíkurdeildar Rauða krossins verður 16. til 19. desember. Formlegri skráningu vegna úthlutunar lýkur í þessari viku.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert