Áfengisverðið hækkar ekki á morgun

Verðhækkanir á áfengi taka ekki gildi í vínbúðunum á morgun. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, staðfesti þetta í samtali við mbl.is í kvöld. Verð á tóbaki hækkar hins vegar strax, að sögn Sigrúnar.

Sigrún sagði að birgjum yrði gefinn kostur á að tilkynna nýtt verð til ÁTVR og verðhækkunin tæki gildi í kjölfarið.

Alþingi samþykkti í kvöld hækkun á gjöldum á áfengi og tóbaki um 12,5%.

Í fréttatilkynningu frá ÁTVR kemur fram að hækkunin á áfengisgjaldi hafi eftirfarandi áhrif að öðru óbreyttu:

Rauðvín (770 ml. 13,5%) hækkar um 5,2% (úr 1.498 í 1.577 krónur).

Bjór (500 ml 5%) hækkar um 5,8% (úr 242 krónum í 256).

Vodka (700 ml. 37,5%) hækkar um 9,2% (úr 3.360 í 3..669 krónur).

Koníak (700 ml. 40%) hækkar um 4,4% (úr 7.500 krónum í 7.830).

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka