Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segist telja að gagnsæi sé ekki nægilega mikið í störfum Fármálaeftirlitsins, meira að segja ekki gagnvart viðskiptaráðherra eins og birst hafi í umræðum um athugun KPMG á Glitni. Þær umræður leiddu til þess í gær að KPMG dró sig í hlé.
„Í því sambandi hefðu viðbrögð við kortagningu á vegum ríkissaksóknara á fyrstu stigum málsins, átt að hvetja til varúðar. Þar taldi ég ómaklega vegið að grandvörum embættismönnum, en allt kom fyrir ekki," segir Björn á heimasíðu sinni.