Hlé verður gert á viðræðum um endurskoðun kjaraamninga fram yfir áramót, segir Gylfi Arnbjörnsson, formaður Alþýðusambands Íslands. Hann er mjög gagrnýninn á tillögur ríkisstjórnarinnar til niðurskurðar.
„Okkur þykir einsýnt að viðfangsefni næstu daga og fram að jólum verði að glíma við ríkisstjórnina," segir Gylfi.
Undanfarið hafi verið unnið hörðum höndum að endurskoðun kjarasamninga. „Við höfum kallað eftir því núna í tvær vikur að fá upplýsingar og gögn til að leggja mat á það og fá að vita hver áform ríkisstjórnarinnar eru. Svo kemur þetta og þá er alveg klárt að við getum ekki unnið áfram á þessum grunni.“
Ljóst sé að engin breið sátt náist milli aðila þegar ríkisstjórnin „ráðist á þá sem höllustum fæti standa,“ segir hann. Gylfi bendir á að hart sé að skera niður í byggingariðnaði þar sem atvinnuleysi stefni 50%. Þá séu lífskjör öryrka og lífeyrisþega skert með harkalegum hætti í tillögum stjórnvalda.