Fá engin svör frá bönkunum

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Kristinn

Viðskipta­nefnd Alþing­is hafa enn ekki borist svör frá viðskipta­bönk­un­um þrem­ur um pen­inga­markaðssjóðina en hún sendi þeim fjöl­marg­ar spurn­ing­ar  14. nóv­em­ber sl. Þetta kom fram í máli Ágúst Ólafs Ágústs­son­ar, for­manns viðskiptan­en­fd­ar, í ut­andag­skrárum­ræðum um pen­inga­markaðssjóðina á Alþingi í dag. Sagði hann ekki ganga að bank­arn­ir svöruðu ekki spurn­ing­um þing­nefnd­ar­inn­ar, jafn­vel þótt svarið feldi í sér að ekki væri hægt að veita þesss­ar upp­lýs­ing­ar.
Birk­ir J. Jóns­son, þingmaður Fram­sókn­ar, var máls­hefj­andi og gagn­rýndu hann og fleiri stjórn­ar­and­stöðuþing­menn þá ákvörðun að pen­inga­markaðssjóðseig­end­um stóru bank­anna þriggja hefðu verið bætt­ur sinn skaði en ekki þeim sem eiga í öðrum pen­inga­markaðssjóðum. Gæta yrði jafn­ræðis.
Viðskiptaráðherra ráðlagi þeim sem hefðu fengið rang­ar upp­lýs­ing­ar um pen­inga­markaðssjóðina að leita til úr­sk­urðar­nefnd­ar um viðskipti fjár­mála­fyr­ir­tækja. 

Birk­ir Jón var ekki ánægður með rýr svör viðskiptaráðherra og kallaði eft­ir skýrslu um þetta mál. Leynd­ar­hjúp­ur um málið gengi ekki upp og furðulegt væri að viðskiptaráðherra skyldi verja það að bank­arn­ir hefðu farið inn í pen­inga­markaðssjóðina sam­dæg­urs.

Viðskiptaráðherra sagði að vit­an­lega ætti ekki að viðhalda ein­hverj­um leynd­ar­hjúpi og tók und­ir með að lengri tíma þyrfti að ræða þetta mál. Hann ít­rekaði þó að bank­arn­ir hefðu gert þetta á viðskipta­leg­um for­send­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert