Fá engin svör frá bönkunum

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Kristinn

Viðskiptanefnd Alþingis hafa enn ekki borist svör frá viðskiptabönkunum þremur um peningamarkaðssjóðina en hún sendi þeim fjölmargar spurningar  14. nóvember sl. Þetta kom fram í máli Ágúst Ólafs Ágústssonar, formanns viðskiptanenfdar, í utandagskrárumræðum um peningamarkaðssjóðina á Alþingi í dag. Sagði hann ekki ganga að bankarnir svöruðu ekki spurningum þingnefndarinnar, jafnvel þótt svarið feldi í sér að ekki væri hægt að veita þesssar upplýsingar.
Birkir J. Jónsson, þingmaður Framsóknar, var málshefjandi og gagnrýndu hann og fleiri stjórnarandstöðuþingmenn þá ákvörðun að peningamarkaðssjóðseigendum stóru bankanna þriggja hefðu verið bættur sinn skaði en ekki þeim sem eiga í öðrum peningamarkaðssjóðum. Gæta yrði jafnræðis.
Viðskiptaráðherra ráðlagi þeim sem hefðu fengið rangar upplýsingar um peningamarkaðssjóðina að leita til úrskurðarnefndar um viðskipti fjármálafyrirtækja. 

Birkir Jón var ekki ánægður með rýr svör viðskiptaráðherra og kallaði eftir skýrslu um þetta mál. Leyndarhjúpur um málið gengi ekki upp og furðulegt væri að viðskiptaráðherra skyldi verja það að bankarnir hefðu farið inn í peningamarkaðssjóðina samdægurs.

Viðskiptaráðherra sagði að vitanlega ætti ekki að viðhalda einhverjum leyndarhjúpi og tók undir með að lengri tíma þyrfti að ræða þetta mál. Hann ítrekaði þó að bankarnir hefðu gert þetta á viðskiptalegum forsendum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert