Göran Persson rukkaði ekki

Göran Persson.
Göran Persson. mbl.is/Árni Sæberg

Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, hélt fyrirlestur í hátíðarsal Háskóla Íslands í gær undir yfirskriftinni „Lærdómur Svía af fjármálakreppu tíunda áratugarins – byrðunum dreift og nýjar vonir vaktar.“

Persson kom hingað til lands á vegum Samtaka fjárfesta. Hann tekur alla jafna rúmar 20.000 evrur þegar hann flytur fyrirlestra af þessu tagi en ekki rukkaði hann okkur Íslendinga.

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins ákvað Persson að rukka ekki fyrir fyrirlesturinn sem slíkan vegna þeirra aðstæðna sem eru í íslensku efnahagslífi og því þurftu Samtök fjárfesta aðeins að greiða fyrir flug og uppihald. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert