Hálka er víða á vegum og ástæða til þess að fara varlega. Á Suðurlandi eru hálkublettir á Sandskeiði. Hálka og éljagangur er á Hellisheiði og hálka í Þrengslum. Flughált er á Grafningsvegi, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.
Á Vesturlandi eru hálkublettir og éljagangur víðast hvar. Ófært er um Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði á Vestfjörðum. Hálka og éljagangur er á Mikladal, hálka og leiðindaveður á Hálfdáni, og hálkublettir á Kleifarheiði.
Hálkublettir eru á vegum á Norðurlandi en greiðfært er á öllum aðalleiðum en snjóþekja og éljagangur er þó á Öxnadalsheiði. Það sama má segja um Austurland. Þar eru víða hálkublettir en greiðfært.