Lögunum verði beitt

Össur Skarp­héðins­son iðnaðarráðherra hef­ur lagt fyr­ir starfs­hóp um ramm­a­áætl­un um nýt­ingu og vernd nátt­úru­svæða að móta regl­ur og skil­grein­ing­ar um nýt­ingu jarðhita­svæða. Til­kynnti ráðherra þetta á málþingi Jarðhita­fé­lags Íslands í vik­unni, sem haldið var í minn­ingu Val­g­arðs Stef­áns­son­ar, jarðeðlis­fræðings og vís­inda­manns.

Össur sagði jafn­framt í ávarpi sínu á málþing­inu. að hann hefði rek­ist á það í starfi sínu sem iðnaðarráðherra að nýt­ing ein­stakra jarðhita­svæða færi ekki alltaf eft­ir meg­in­regl­um um sjálf­bærni og end­ur­nýj­an­leg­ar auðlind­ir. Þeim regl­um ætti að fylgja og und­ir­strikaði hann tvennt í því sam­bandi. Í fyrsta lagi að lög­in um rann­sókn­ir og nýt­ingu á auðlind­um í jörðu heim­iluðu að öll­um út­gefn­um virkj­ana­leyf­um yrði breytt ef í ljós kæmi að nýt­ing sam­kvæmt þeim gengi úr hófi á auðlind­ina, og að óhóf­leg þrýst­ings­lækk­un og niður­drátt­ur yrði á svæðinu.

„Í öðru lagi und­ir­strika ég það líka sem iðnaðarráðherra að ég hef full­an hug á að beita þess­ari laga­heim­ild þó að hún hafi ekki verið notuð áður,“ sagði Össur og ít­rekaði að setja þyrfti skýr­ar regl­ur sem kæmu í veg fyr­ir ágenga nýt­ingu á jarðhita­svæðum.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert