Lögunum verði beitt

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra hefur lagt fyrir starfshóp um rammaáætlun um nýtingu og vernd náttúrusvæða að móta reglur og skilgreiningar um nýtingu jarðhitasvæða. Tilkynnti ráðherra þetta á málþingi Jarðhitafélags Íslands í vikunni, sem haldið var í minningu Valgarðs Stefánssonar, jarðeðlisfræðings og vísindamanns.

Össur sagði jafnframt í ávarpi sínu á málþinginu. að hann hefði rekist á það í starfi sínu sem iðnaðarráðherra að nýting einstakra jarðhitasvæða færi ekki alltaf eftir meginreglum um sjálfbærni og endurnýjanlegar auðlindir. Þeim reglum ætti að fylgja og undirstrikaði hann tvennt í því sambandi. Í fyrsta lagi að lögin um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu heimiluðu að öllum útgefnum virkjanaleyfum yrði breytt ef í ljós kæmi að nýting samkvæmt þeim gengi úr hófi á auðlindina, og að óhófleg þrýstingslækkun og niðurdráttur yrði á svæðinu.

„Í öðru lagi undirstrika ég það líka sem iðnaðarráðherra að ég hef fullan hug á að beita þessari lagaheimild þó að hún hafi ekki verið notuð áður,“ sagði Össur og ítrekaði að setja þyrfti skýrar reglur sem kæmu í veg fyrir ágenga nýtingu á jarðhitasvæðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert