Mega taka séreignasparnaðinn út í einu lagi

mbl.is/Kristinn

Fólk sem náð hefur 60 ára aldri mun geta tekið séreignasparnað sinn út í einu lagi ef frumvarp sem fjármálaráðherra mælir fyrir í dag verður að lögum. Eins og lagaumhverfið er í dag þarf að dreifa greiðslum á sjö ár en það hefur sætt talsverðri gagnrýni. Að sama skapi verður aldurshámark á því að hefja töku á lífeyri afnumið en það er nú 75 ár.

Í frumvarpinu er einnig gert ráð fyrir að bankar og aðrir sjóðir sem taka við séreignalífeyrissparnaði þurfi að lúta sömu reglum varðandi fjárfestingarstefnu og hinir hefðbundnu lífeyrissjóðir. Bankarnir hafa hingað til mátt móta eigin fjárfestingarstefnu og á sama tíma verið óháðir eftirliti Fjármálaeftirlitins. Í greinargerð með frumvarpinu segir að dæmi séu um að þetta ótakmarkaða frelsi hafi leitt til óvarlegra fjárfestinga „með tilheyrandi skaða fyrir eigendur séreignasparnaðarins“.

Þá munu lífeyrissjóðir geta fjárfest fyrir allt að 20% af eignum sínum í verðbréfum sem ekki eru skráð, í stað 10%, en lítið framboð er af skráðum verðbréfum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert