Menn fundust í Básum

Krossá við Þórsmörk
Krossá við Þórsmörk mynd/Olgeir Engilbertsson

Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli fann rétt í þessu tvo erlenda ferðamenn heila á húfi sem frést hafði af í Básum í Þórsmörk. Vont veður er nú í Þórsmörk, mikil rigning, hvassviðri og vatnsveður en mennirnir höfðu leitað skjóls í skálanum í Básum. Þeir höfðu gengið yfir Fimmvörðuháls.

Erfiðlega gekk fyrir björgunarsveitarmenn að komast á staðinn þrátt fyrir góðan útbúnað þar sem miklir vatnavextir eru í öllum ám.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert