Misþyrmdi fyrrum unnustu sinni

Héraðsdómur Norðurlands eystra.
Héraðsdómur Norðurlands eystra. mbl.is/Skapti

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt 21 árs gamlan karlmann í 4 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á fyrrverandi unnustu sína og misþyrma henni. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða konunni 143 þúsund krónur í bætur.

Maðurinn játaði að hafa ráðist á konuna á heimili hans í ágúst í sumar og barið hana með kodda, með þeim afleiðingum meðal annars að glas á náttborðinu við rúmið féll á gólfið, en síðan sparkað konunni út úr rúminu og þannig að hún féll á gólfið og lenti á glerbrotunum úr glasinu. Hann sparkaði síðan ítrekað í konuna þar sem hún lá á gólfinu og reif í hár hennar og dró hana síðan út. Maðurinn kastaði síðan grjóti á eftir konunni þegar hún flúði á brott.

Fram kemur í dómnum að maðurinn rauf skilorð eldri dóms, sem hann hlaut fyrir líkamsárás. Haft er eftir manninum, að hann iðrist verknaðarins mikið og hafi veirð í sambandi við stúlkuna eftir þetta. Með tilliti til þessa þótti dómnum fært að skilorðsbinda refsinguna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert