Samtök iðnaðarins gagnrýna harðlega 12,5% hækkun áfengisgjalds, sem samþykkt var á Alþingi í kvöld. Þá segja samtökin að Alþingi ætli að höggva í sama knérunn með því að hækka álagningu ÁTVR á bjór um tæp 39% samkvæmt frumvarpi sem Alþingi er með til afgreiðslu.
Um er að ræða frumvarp um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak. Segja Samtök iðnaðarins, að samkvæmt frumvarpinu sé álagning ÁTVR á bjór að hækka um hvorki meira né minna en tæp 39%. Þegar áfengisgjaldahækkunin, sem samþykkt var í þinginu í kvöld, bætist við hækki útsöluverð á bjór verulega. Ríkið sé þá að taka til sín tekur 70% af útsöluverði til sín í formi áfengisgjalda, álagningar og virðisaukaskatts. „Þetta getur ekki gengið," segja SI.