Hrefnukvóti norðmanna á næsta ári verður 885 dýr á næsta ári, samkvæmt ákvörðun norska sjávarútvegsráðuneytisins. Þar af má veiða 750 dýr meðfram norsku ströndinni og við Svalbarða en 135 dýr annars staðar í norskri landhelgi.
Á skip.is segir að hrefnukvóti Norðmanna á næsta ári sé heldur minni en á þessu ári en nú er ekki lengur heimilt að flytja óveiddan kvóta milli ára.
Kvótinn er byggður á stofnstærðarmælingu sem fram kom í talningarleiðöngrum á árabilinu 2003-2007. Kvótinn er innan þeirra öryggismarka sem vísindanefnd Alþjóðahafrannsóknaráðsins hefur samþykkt.