Fulltrúar allra flokka verða kallaðir til samráðs við dómsmálaráðuneytið við skipan sérstaks saksóknara. Þetta er tillaga Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, en Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, spurði hann út í þau mál á þingi í morgun.
Björn hyggst leggja þetta til við allsherjarnefnd en krafa hefur verið frá stjórnarandstöðunni um að ráðherra sitji ekki einn að skipun saksóknarans.