Samráð við skipan saksóknara

Fulltrúar allra flokka verða kallaðir til samráðs við dómsmálaráðuneytið við skipan sérstaks saksóknara. Þetta er tillaga Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, en Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, spurði hann út í þau mál á þingi í morgun.
Björn hyggst leggja þetta til við allsherjarnefnd en krafa hefur verið frá stjórnarandstöðunni um að ráðherra sitji ekki einn að skipun saksóknarans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert