Gísli Tryggvason, Talsmaður neytenda, fagnar því að viðskiptaráðuneytið hafi staðfest að ekki væri heimilt að leggja hlutfallskostnað á innheimtar skuldir né heldur að leggja á svonefnd vanskilagjöld. Þetta segir Gísli í pistli á vefsíðu Talsmanns neytenda.
Viðskiptaráðuneytið hefur undanfarna mánuði unni að setningu reglugerðar til nánari útfærslu á innheimtulögum sem Alþingi samþykkti í sumarbyrjun á þessu ári. Þau taka gildi um árámótin. Hingað til hafa aldrei verið sett sérstök lög um innheimtustarfsemi en þeim er ætla að renna tryggari stoðum undir samhæft verklag, neytendum til hagsbóta, við innheimtu.
Gísli segir eitt mikilvægasta nýmæli í lögunum vera heimild viðskiptaráðherra til þess að setja reglugerð um hámark innheimtukostnaðar. Ráðherra hyggst nýta sér þá heimild frá því lögin taka gildi. Reglugerðin er nú til umsagnar á vettvangi þingsins. Þetta þýðir að frá gildistöku laganna verður ekki heimilt að reikna kostnað af skuldum í svonefndri milliinnheimtu sem hlutfall af skuld.