Starfsmenntaverðlaun Leonardó veitt í dag

Verðlaunahafar tóku í dag við viðurkenningunum frá starfsmönnum Menntaáætlunarinnar
Verðlaunahafar tóku í dag við viðurkenningunum frá starfsmönnum Menntaáætlunarinnar

Starfsendurhæfing fyrir öryrkja, námsskrá fyrir ófaglært fólk í ferðaþjónustu, stuðningur við brotthvarfsnemendur og þjálfun rafvikjanema eru þau verkefni sem voru hlutskörpust í vali á fyrirmyndarverkefnum Leonardó starfsmenntunaráætlunar ESB í dag.

Veittar voru viðurkenningar til verkefna sem Leonardó áætlunin hefur styrkt og þykja hafa skarað fram úr hvað varðar stjórnun og áhrif á framþróun starfsmenntakerfisins á Íslandi. Viðurkenningarnar voru veittar í tveimur flokkum; tilraunaverkefna og mannaskipta.

Alls voru 14 verkefni tilnefnd sem fyrirmyndar tilraunaverkefni, en tvö þeirra urðu hlutskörpust, annars vegar Skóla- og félagsþjónusta Þingeyinga fyrir verkefnið Starfsendurhæfing fyrir örkyrkja, en hinsvegar Háskólinn í Reykjavík fyrir verkefnið Persónulegur prófíll og stuðningur við nemendur.  Sérstök hvatningarverðlaun hlaut Myndlistaskóli Reykjavíkur fyrir framúrskarandi hönnun á afurðum verkefnisins Verklag- Aðferðir í skapandi kennslu og námi.

Í flokknum mannaskiptaverkefni voru alls 9 verkefni tilnefnd en verðlaun hlutu Starfsgreinasamband Íslands fyrir verkefnið Færni í ferðaþjónustu, og Fræðsluskrifstofa rafiðnaðarins fyrir verkefnið Þjálfun rafvirkjanema. Sérstök hvatningarverðlaun í þessum flokki hlaut Félag hársnyrtisveina fyrir verkefnið Umhverfisvænar aðferðir við hársnyrtingu.

Leonardo de Vinci er heiti á starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins. Markmið verkefna áætlunarinnar er samkvæmt fréttatilkynningu annars vegar að geta af sér nýjungar í starfsmenntun, og hinsvegar að gefa nemendum í iðn-og starfsnámi og fólki á vinnumarkaði tækifæri til að afla sér reynslu og þekkingar innan síns fagsviðs í rúmlega 30 Evrópulöndum.

Næstu umsóknarfrestir Leonardó starfsmenntaáætlunarinnar eru í febrúar og mars 2009.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert