Tekjuskattur og útsvar hækka

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Geir H. Haarde og Árni M. Mathiesen …
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Geir H. Haarde og Árni M. Mathiesen gera grein fyrir tillögum ríkisstjórnarinnar. mbl.is/RAX

Halli rík­is­sjóðs verður 165–170 millj­arðar á næsta ári sam­kvæmt til­lög­um sem rík­is­stjórn­in hef­ur lagt fyr­ir fjár­laga­nefnd Alþing­is. Er m.a. gert ráð fyr­ir að tekju­skatt­ur hækki um 1 pró­sentu, úr 22,75% í 23,75% auk heim­ild­ar til hækk­un­ar á út­svari.

Með hækk­un tekju­skatts munu tekj­ur rík­is­sjóðs hækka um  7 millj­arða króna frá því sem áður var áformað. Enn­frem­ur mun rík­is­stjórn­in heim­ila hækk­un út­svars sveit­ar­fé­lag­anna sem get­ur leitt til hækk­un­ar tekna þeirra og kem­ur til móts við aukafram­lög í Jöfn­un­ar­sjóð sveit­ar­fé­laga sem að óbreyttu munu falla niður um næstu ára­mót.

Helm­ing­ur af sparnaði í ný­fram­kvæmd­um verður í vega­gerð en að auki verður m.a. frestað fram­kvæmd­um vegna nýrr­ar flug­vél­ar og varðskips Land­helg­is­gæsl­unn­ar, dregið úr fjölg­un leigu­íbúða og hús­bygg­ingu á veg­um Stofn­un­ar Árna Magnús­son­ar verður slegið á frest.

Til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar voru kynnt­ar á blaðamanna­fundi í morg­un. Þar kom fram að ljóst sé, að tekj­ur lækki mikið frá fyrri áætl­un­um og gjaldaliðir hækki vegna hækk­andi verðlags og geng­is­falls ís­lensku krón­unn­ar. Að óbreyttu hafi stefnt í að halli rík­is­sjóðs á ár­inu 2009 gæti orðið um 215 millj­arðar króna.

Rík­is­stjórn­in hef­ur ein­sett sér að grípa til ráðstaf­ana til að tryggja að halli á rík­is­sjóði á ár­inu 2009 verði ekki meiri en 165-170 millj­arðar króna. Seg­ir í til­kynn­ingu frá fjár­málaráðuneyt­inu, að í áætl­un­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar sé gengið út frá því grund­vall­ar­viðmiði að sparnaður komi sem minnst niður á vel­ferðar­kerf­inu, mennta­kerf­inu, heil­brigðis­kerf­inu og lög­gæslu en þess í stað verði meiri áhersla lögð á hagræðingu í rekstri ráðuneyta og hefðbund­inna stjórn­sýslu­stofn­ana. Staðinn sé vörður um kjara­bæt­ur til milli­tekju- og lág­launa­hópa.

Hlut­falls­lega verður mesti sam­drátt­ur rekst­ar­gjalda í  ut­an­rík­isþjón­ust­unni og hjá æðstu stjórn rík­is­ins en al­mennt er sam­drátt­ur í rekstri ráðuneyta á bil­inu 5-7%. Gert er ráð fyr­ir að gjöld og samn­ing­ar sem taka breyt­ing­um á milli ára sam­kvæmt verðlagi hækki í sam­ræmi við þær áætlan­ir sem sett­ar voru fram í fjár­laga­frum­varp­inu í byrj­un októ­ber þar sem verðhækk­an­ir árs­ins 2008 voru áætlaðar 11,5% en hækk­un árs­ins 2009 var áætluð 5,7%. Er þetta nokkuð lægra en mæl­ing­ar og spár gera ráð fyr­ir nú. Engu að síður mun lág­marks­fram­færslu­trygg­ing al­manna­trygg­inga hækka til jafns við hækk­un vísi­tölu neyslu­verðs á ár­inu 2008 og spár árs­ins 2009 sem leiðir til tæp­lega 20% hækk­un­ar um næstu ára­mót fyr­ir þá sem lægst­ar hafa bæt­urn­ar og 9,6% hækk­un fyr­ir aðra bótaþega.

Fallið verður frá aukn­ingu út­gjalda til þró­un­araðstoðar, mót­fram­lagi í
end­ur­hæf­ing­ar­sjóð verður frestað, fram­lög til sókna verða lækkuð, fallið verður frá fram­lög­um í rann­sókna- og tækja­sjóði og ýms­ir styrkjaliðir verða lækkaðir.

Tals­verður sam­drátt­ur verður í ný­fram­kvæmd­um á ár­inu 2009 frá því sem áður var áformað. Sam­tals mun lækk­un fram­kvæmda nema um 11 millj­örðum króna eða 21% af áætluðum kostaði við ný­fram­kvæmd­ir árs­ins. Þrátt fyr­ir þess­ar breyt­ing­ar munu fram­kvæmd­ir næsta árs nema ríf­lega 41  millj­arði króna sem er svipuð upp­hæð og fram­kvæmt var fyr­ir á þessu ári Seg­ir fjár­málaráðuneytið, að þetta þýði að árið 2009 verði eitt mesta fram­kvæmda­ár sög­unn­ar með til­liti til fjár­veit­inga rík­is­ins. Með því vilji rík­is­stjórn­in leggja sitt af mörk­um við að halda uppi fram­kvæmd­um og þar með skapa at­vinnu þegar at­vinnu­leysi fari vax­andi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert