Þögul mótmæli á Austurvelli

Þúsundir manna hafa komið saman á Austurvelli undanfarna laugardaga.
Þúsundir manna hafa komið saman á Austurvelli undanfarna laugardaga. mbl.is/Golli

Mótmælafundur er boðaður á Austurvelli á laugardag klukkan 15 eins og verið hefur undanfarna laugardaga undir yfirskriftinni Breiðfylking gegn ástandinu. Breyting verður hins vegar á formi fundarins og í stað ræðuhalda er fólk hvatt til að líta til Alþingishússins, lúta höfði og hafa þögn í nákvæmlega 17 mínútur.

Í tilkynningu frá Röddum fólksins, sem skipuleggja fundinn,  segir, að kröfurnar séu enn þær sömu og fyrr: Núverandi stjórn Seðlabankans víki tafarlaust, núverandi stjórn Fjármáleftirlitsins víki tafarlaust, kosningar sem fyrst.

Tekið er fram að mótmælin og allar aðgerðir á vegum Radda fólksins eru alltaf friðsamlegar. Fundarstjóri verður að venju Hörður Torfason.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka