Millifærsla framkvæmdastjóra hjá Landsbankanum, sem nú er til rannsóknar hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, var gerð til þess að bjarga verðmætum eftir setningu neyðarlaganna, að sögn framkvæmdastjórans.
Um er að ræða millifærslu upp á 107 milljónir króna af íslenskum bankareikningi eignarhaldsfélags, sem er skráð erlendis og er í eigu Landsbankans, inn á persónulegan reikning framkvæmdastjórans.
Tilgangur erlenda eignarhaldsfélagsins var m.a. kaup á hlutabréfum, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins.
Rannsókn málsins er á frumstigi hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra en beðið er eftir frekari gögnum.