Færði á eigin reikning til að „bjarga innlánum“

Reuters

Milli­færsla fram­kvæmda­stjóra hjá Lands­bank­an­um, sem nú er til rann­sókn­ar hjá efna­hags­brota­deild rík­is­lög­reglu­stjóra, var gerð til þess að bjarga verðmæt­um eft­ir setn­ingu neyðarlag­anna, að sögn fram­kvæmda­stjór­ans.

Um er að ræða milli­færslu upp á 107 millj­ón­ir króna af ís­lensk­um banka­reikn­ingi eign­ar­halds­fé­lags, sem er skráð er­lend­is og er í eigu Lands­bank­ans, inn á per­sónu­leg­an reikn­ing fram­kvæmda­stjór­ans.

Til­gang­ur er­lenda eign­ar­halds­fé­lags­ins var m.a. kaup á hluta­bréf­um, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Morg­un­blaðsins.

Rann­sókn máls­ins er á frum­stigi hjá efna­hags­brota­deild rík­is­lög­reglu­stjóra en beðið er eft­ir frek­ari gögn­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert