Bakari og atvinnulaus gullsmiður hittast reglulega til að spila og syngja saman. Annar hugsar mikið um kreppuna en hinn bara um ástina. Annar syngur þegar hann smíðar skartgripi, hinn flautar í mesta lagi þegar hann bakar brauð.
Þeir létu nýlega langþráðan draum rætast og gáfu út lögin sín geisladiski sem nefnist Trúnaðarmál. Eitt lagið fjallar um kreppuna, en Guðmundur Guðfinnsson hefur hugsað talsvert um hana. Félagi hans Tómas Malmberg semur hinsvegar aðallega væmnar píanóballöður um konuna sína eins og einn gagnrýndandi komst að orði.
Þeir tóku lagið fyrir Mbl sjónvarp klukkan sjö í morgun í bakaríinu í Grímsbæ sem er frægt fyrir gómsætar kökur og brauð en þar eru eingöngu notuð lífræn hráefni. Allur ágoði af geisladiskunum sem seljast í bakaríinu í Grímsbæ rennur til ABC barnastarfs.