Bagalegt að fresta nýbyggingu á Litla-Hrauni

Litla Hraun
Litla Hraun mbl.is/Ómar

„Það er auðvitað mjög baga­legt að það sé stefnt að því að fresta bygg­ing­unni,“ seg­ir Mar­grét Frí­manns­dótt­ir, for­stöðumaður Litla-Hrauns, um frest­un fyr­ir­hugaðrar ný­bygg­ing­ar við Litla-Hraun. Fram kom þegar rík­is­stjórn­in kynnti til­lög­ur um end­ur­skoðuð fjár­lög í fyrra­dag, að bygg­ingu fang­els­is­ins yrði frestað en í bíg­erð hafði verið að hefja fram­kvæmd­ir á næsta ári.

Mar­grét seg­ir að lengi hafi verið beðið eft­ir úr­bót­um á Litla-Hrauni. Hún seg­ir að fang­elsið hafi ekk­ert heyrt annað af áformun­um um frest­un en það sem fram kom hjá rík­is­stjórn­inni í fyrra­dag.

Á Litla-Hrauni eru á bil­inu 85-90 fang­ar en 77 pláss eru fyr­ir afplán­un­ar­fanga. Þau hafa verið full­nýtt en í ár hef­ur í fyrsta sinn verið tví­mennt í klefa og þeir sem hafa verið í afplán­un hafa verið mun fleiri en áður hef­ur gerst. Til stóð að fyrsti áfangi ný­bygg­ing­ar­inn­ar á Litla-Hrauni yrði mót­töku­hús. Þar hefði komið ný aðstaða fyr­ir heim­sókn­ir, sem í dag er inni í gömlu bygg­ing­unni í fang­els­inu sjálfu. „Þar hefðum við fengið mun betri aðstöðu til leit­ar, bæði á þeim sem koma í fang­elsið og í öll­um aðföng­um,“ seg­ir Mar­grét.

Mar­grét seg­ir að í fang­elsis­kerf­inu sé brýn þörf á að bæta við pláss­um. Á annað hundrað manns séu á boðun­arlista og bíði fang­elsisafplán­un­ar. „Fang­els­in hafa frá ára­mót­um verið yf­ir­full og þörf­in fyr­ir fangapláss er mjög mik­il,“ seg­ir Mar­grét.

Páll Win­kel, for­stjóri Fang­els­is­mála­stofn­un­ar, seg­ist hafa skiln­ing á ákvörðun um frest­un bygg­ing­ar nýs fang­els­is. Hann legg­ur áherslu á að brýnt sé að Fang­els­is­mála­stofn­un fái fjár­magn til rekstr­ar þeirra fang­elsa sem þegar eru til staðar en í ár námu fjár­fram­lög rík­is­ins til stofn­un­ar­inn­ar 1.065 millj­ón­um króna. Páll seg­ir að Fang­els­is­mála­stofn­un hafi eins og aðrar rík­is­stofn­an­ir þurft að gæta aðhalds en „það eru tak­mörk fyr­ir því hversu mikið við get­um dregið úr kostnaði og jafn­framt haldið full­um rekstri“.

Spurður um hversu löng bið sé eft­ir afplán­un seg­ir Páll það afar mis­jafnt. Hluti fanga hafi óskað eft­ir fresti á afplán­un. Ann­ar hluti eigi mögu­leika á að afplána með sam­fé­lagsþjón­ustu en þriðji hlut­inn þurfi að afplána í fang­elsi. Menn séu tekn­ir inn strax ef hægt er og ef menn telj­ast hættu­leg­ir.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka