Hvetja til viðræðna og atkvæðagreiðslu

Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson

Bjarni Bene­dikts­son og Ill­ugi Gunn­ars­son, þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins, hvetja til þess í grein sem birt er í Frétta­blaðinu í dag að Ísland hefji aðild­ar­viðræður við Evr­ópu­sam­bandið og að ákvörðun um inn­göngu verði und­ir þjóðar­at­kvæði. Þetta kem­ur fram í grein sem þeir skrifa í Frétta­blaðið í dag.

Í grein­inni segja þeir að sú ákvörðunin megi þó ekki ein­göngu snú­ast um gjald­miðils­mál held­ur þurfi að kanna málið frá öll­um hliðum. þeir telji hins veg­ar að til lengri tíma muni krón­an reyn­ast Íslend­ing­um fjöt­ur um fót og að þær aðstæður sem skap­ast hafi kalli á að ráðist verði í aðild­ar­viðræður og að í kjöl­far þess taki þjóðin ákvörðun um málið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert