Könnun á Evrópuáhuga í eðlilegum farvegi

Vilhjálmur Egilsson.
Vilhjálmur Egilsson. mbl.is/Árni Sæberg

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, SA, segir úrvinnslu könnunar meðal félagsmanna á áhuga á aðild að Evrópusambandinu í eðlilegum farvegi.

Hann vill ekki staðfesta það sem Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skrifar á vef sínum að 43% félagsmanna hafi verið hlynnt aðild að Evrópusambandinu, 40% andvíg og 17% óviss. Dómsmálaráðherra spyr á vef sínum hvers vegna niðurstaðan hafi ekki verið birt.

„Mér finnst eðlilegt að tjá mig um það fyrst í framkvæmdastjórn og stjórn SA þannig að við fáum svigrúm til þess að ráða ráðum okkar því að þessi mál hafa verið mjög viðkvæm innan samtakanna. Við erum að reyna að finna farsælan farveg fyrir þessi mál.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert