Lánsloforð Rússa til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

Aðalstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Aðalstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Form­legt lof­orð Rússa um gjald­eyr­is­lán til Íslands hef­ur borist Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum, að sögn Sturlu Páls­son­ar, fram­kvæmda­stjóra alþjóðasviðs Seðlabanka Íslands. Rúss­land hef­ur þar með skuld­bundið sig til að hjálpa Íslandi við að rétta úr kútn­um í gjald­eyr­is­mál­um.

Þetta þýðir þó ekki að lánið hafi verið af­greitt, eins og lesa mátti í rúss­nesk­um fjöl­miðlum í gær. Flest atriði í sam­bandi við lánið á enn eft­ir að semja um að sögn Sturlu, svo sem end­an­lega upp­hæð, vaxta­kjör og láns­tíma. Þannig er einnig farið með lán frá öðrum ríkj­um sem lána Íslandi í tengsl­um við aðstoð Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins. Hann seg­ir lík­legt að samið verði um þessi atriði á næstu vik­um. Í mörgu sé að snú­ast og það bráðliggi ekki á rúss­neska lán­inu, held­ur verði mik­il­vægt að geta stuðst við það á næstu tveim­ur árum.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert