Ríkisstjórnin verður að svara kalli um breytingar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði í þætt­in­um Viku­lok­in á Rás 1 í morg­un að hún og Geir H. Haar­de, formaður Sjálf­stæðis­flokks, hefðu rætt um breyt­ing­ar sín á milli á rík­is­stjórn­inni en vildi ekk­ert segja nán­ar um það. Sagði hún stjórn­völd verða að svara kalli um breyt­ing­ar og vísaði þar til Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, Seðlabank­ans og rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

„Við verðum að sýna skýr­an vilja til að taka á þeim mál­um, sem mest hafa verið gagn­rýnd úti í sam­fé­lag­inu,“ sagði Ingi­björg Sól­rún.

Jafn­framt sagði hún lík­legt að boðað yrði til þing­kosn­inga áður en kjör­tíma­bil­inu lyki ef niðurstaðan yrði sú að ekki verði sótt um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu í upp­hafi næsta árs. Þá yrði vænt­an­lega einnig kosið fyr­ir lok kjör­tíma­bils­ins ef niðurstaðan yrði sú að sækja eigi um aðild því það kalli vænt­an­lega á breyt­ing­ar á stjórn­ar­skrá.

Ingi­björg var spurð hvort orð henn­ar mætti túlka sem hót­un til Sjálf­stæðis­flokks­ins um að stjórn­ar­sam­starf­inu verði slitið, samþykki flokk­ur­inn ekki á flokksþingi í lok janú­ar að sækja um aðild að ESB. Hún svaraði að þá stæði rík­is­stjórn­in í þeim spor­um, að stjórn­ar­flokk­arn­ir hefðu tvær mis­mun­andi stefn­ur í pen­inga­mál­um og horfðu með ger­sam­lega ólík­um hætti á verk­efn­in. „Þá held ég að það hljóti að liggja þannig."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert