Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarumsókn

Björn Bjarnason.
Björn Bjarnason. mbl.is/Frikki

Björn Bjarna­son, dóms­málaráðherra, seg­ist hall­ast að því, að hugs­an­leg aðild að Evr­ópu­sam­band­inu snerti svo víðtæka þjóðar­hags­muni, að leita eigi umboðs hjá þjóðinni í at­kvæðagreiðslu, áður en aðild­ar­um­sókn sé  lögð fram. Síðan verði málið borið að nýju und­ir þjóðina, eft­ir að skil­mál­ar ESB hafa verið skýrðir.

Björn seg­ir, að orðið „aðild­ar­viðræður“ gefi alls ekki rétta mynd af því, hvernig sam­skipt­um fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins við um­sókn­ar­ríki er háttað. Í raun fari ekki fram nein­ar viðræður um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu held­ur sé  rætt við stjórn­end­ur ESB á grund­velli um­sókn­ar, sem fyr­ir þá er lögð. ESB segi: Við höf­um lög­fest okk­ar stofn­skrá og aðra bind­andi sátt­mála, þeir eru ekki til umræðu, held­ur hvernig þig lagið ykk­ur að þeim og á hve löng­um tíma.

„Þetta ferli minn­ir nokkuð á þá aðferð, sem sagt var, að Sov­ét­menn hefðu beitt á tím­um kalda stríðsins: Við skul­um semja við ykk­ur um það, sem ykk­ur til­heyr­ir, en þið hróflið ekki við hags­mun­um okk­ar, þeir eru ákveðnir. (...)  Við get­um raun­ar tekið nær­tæk­ara dæmi, þegar sagt er hér heima fyr­ir: Við skul­um starfa með ykk­ur í rík­is­stjórn, ef þið breytið um stefnu gagn­vart ESB, en við slá­um ekki af okk­ar stefnu," seg­ir Björn á heimasíðu sinni.

Hann seg­ir, að  inn­an Sjálf­stæðis­flokks­ins sé djúp sann­fær­ing manna fyr­ir því, að ekki eigi að skerða full­veldið meira en orðið er. Auk þess sé ótti við, að áhugi ESB á, að Ísland ger­ist aðili, bygg­ist á ásælni í auðlind­ir og áhrif á Norður-Atlants­hafi.  „Hinn al­menni fé­lagi í Sjálf­stæðis­flokkn­um bregst illa við telji hann, að vegið sé að þess­ari sann­fær­ingu," seg­ir Björn.

Heimasíða Björns Bjarna­son­ar

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert