Þjóðskrá og Fasteignaskrá sameinaðar

Gert er ráð fyrir að starfsemi þjóðskrár sameinist Fasteignaskrá Íslands á næsta ári og með því náist strax samlegðaráhrif sem nema um 30 milljónum á næsta ári.

Fram kemur í tillögum ríkisstjórnarinnar um niðurskurð á fjárlagafrumvarpinu, að báðar stofnanirnar séu að viðhalda og uppfæra stór gagnagrunnskerfi á landsvísu, að verulegu leyti með sams konar upplýsingum.

Meðal annarra sparnaðartillagna dómsmálaráðuneytis er að  einungis einstaklingar með tekjur undir 350 þúsund krónum á mánuði geti fengið gjafsókn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert