Um 2.000 vilja í skóla

Frá Bifröst í Borgarfirði
Frá Bifröst í Borgarfirði mbl.is/RAX

Hátt í 2.000 um­sókn­ir um að hefja nám um ára­mót hafa borist fjór­um há­skól­um en um­sókn­ar­frest­ur er víðast nýrunn­inn út eða renn­ur út á næstu dög­um.

Flest­ir hafa sótt um í Há­skóla Íslands en í gær hafði skól­inn fengið um 1.200 um­sókn­ir, að sögn Jóns Arn­ar Guðbjarts­son­ar, markaðs- og sam­skipta­stjóra HÍ

Þar af eru um 570 um­sókn­ir um fram­halds­nám en 620 um grunn­nám við skól­ann. Um­sókn­ar­frest­ur renn­ur út á mánu­dag. „Venju­lega kem­ur skriða um­sókna síðustu dag­ana,“ seg­ir Jón Örn. Því megi vænta þess að um­sókn­um fjölgi um helg­ina og fram á mánu­dag. Í fyrra af­greiddi skól­inn 94 um­sókn­ir um fram­halds­nám um ára­mót en í ár eru um­sókn­irn­ar þegar orðnar um sex­falt fleiri.

Í Há­skól­an­um í Reykja­vík hafa borist um 530 um­sókn­ir um nám, þar af um 130 um fram­halds­nám. Að sögn Jó­hanns Hlíðars Harðar­son­ar, markaðsstjóra HR, er opið fyr­ir um­sókn­ir um fram­halds­nám til mánu­dags. Hann seg­ir tölv­un­ar- og lög­fræði vin­sæl­ar grein­ar

Á þriðja hundrað nem­enda út­skrif­ast frá HR um ára­mót­in „Það verða ekki tekn­ir inn fleiri en sem því nem­ur. Ekki stend­ur til að hlaða hér inn og ganga á rými þeirra sem fyr­ir eru og þá þjón­ustu sem þeir fá.“

Um 250 um­sókn­ir hafa borist Há­skól­an­um á Bif­röst vegna náms á vorönn, seg­ir Krist­ín Ólafs­dótt­ir, markaðsstjóri skól­ans. Enn er hægt að sækja um nám þar.

Krist­ín seg­ir allt nám hafa verið aug­lýst með fyr­ir­vara um næga þátt­töku en opnað hafi verið fyr­ir um­sókn­ir um allt nám í skól­an­um. Meiri­hluti nem­enda við skól­ann sé í fjar­námi og því sé nægt hús­næði fyr­ir þá sem sækja námið á Bif­röst.

Alls sóttu um 100 manns um að hefja nám við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri áður en um­sókn­ar­frest­ur þar rann út á dög­un­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert