Um 2.000 vilja í skóla

Frá Bifröst í Borgarfirði
Frá Bifröst í Borgarfirði mbl.is/RAX

Hátt í 2.000 umsóknir um að hefja nám um áramót hafa borist fjórum háskólum en umsóknarfrestur er víðast nýrunninn út eða rennur út á næstu dögum.

Flestir hafa sótt um í Háskóla Íslands en í gær hafði skólinn fengið um 1.200 umsóknir, að sögn Jóns Arnar Guðbjartssonar, markaðs- og samskiptastjóra HÍ

Þar af eru um 570 umsóknir um framhaldsnám en 620 um grunnnám við skólann. Umsóknarfrestur rennur út á mánudag. „Venjulega kemur skriða umsókna síðustu dagana,“ segir Jón Örn. Því megi vænta þess að umsóknum fjölgi um helgina og fram á mánudag. Í fyrra afgreiddi skólinn 94 umsóknir um framhaldsnám um áramót en í ár eru umsóknirnar þegar orðnar um sexfalt fleiri.

Í Háskólanum í Reykjavík hafa borist um 530 umsóknir um nám, þar af um 130 um framhaldsnám. Að sögn Jóhanns Hlíðars Harðarsonar, markaðsstjóra HR, er opið fyrir umsóknir um framhaldsnám til mánudags. Hann segir tölvunar- og lögfræði vinsælar greinar

Á þriðja hundrað nemenda útskrifast frá HR um áramótin „Það verða ekki teknir inn fleiri en sem því nemur. Ekki stendur til að hlaða hér inn og ganga á rými þeirra sem fyrir eru og þá þjónustu sem þeir fá.“

Um 250 umsóknir hafa borist Háskólanum á Bifröst vegna náms á vorönn, segir Kristín Ólafsdóttir, markaðsstjóri skólans. Enn er hægt að sækja um nám þar.

Kristín segir allt nám hafa verið auglýst með fyrirvara um næga þátttöku en opnað hafi verið fyrir umsóknir um allt nám í skólanum. Meirihluti nemenda við skólann sé í fjarnámi og því sé nægt húsnæði fyrir þá sem sækja námið á Bifröst.

Alls sóttu um 100 manns um að hefja nám við Háskólann á Akureyri áður en umsóknarfrestur þar rann út á dögunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert