Evrópunefnd ríkisstjórnarinnar hyggst nú útvíkka starf sitt og kalla eftir hagsmunamati almennings og félagasamtaka í ljósi hugsanlegrar aðildar að Evrópusambandinu, ESB. Fyrri störf nefndarinnar lutu einkum að aukinni þátttöku stjórnmálamanna og embættismanna í hagsmunagæslu tengdri Evrópustarfi.
„Þetta eru tímamót að mati okkar nefndarmanna. Það voru allir sammála um þetta, " segir Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður, annar formaður nefndarinnar.
Ágúst segir frumkvæðið að útvíkkun starfs nefndarinnar hafa komið frá nefndarmönnum sjálfum og hafi formenn nefndarinnar rætt við forystumenn ríkisstjórnarinar um að fara þessa leið.
„Við ætlum ekki síst að kalla eftir mati þeirra samtaka sem ekki hafa verið í umræðunni hingað til, eins og til dæmis samtaka á vettvangi umhverfismála, jafnréttismála og lýðræðismála. Umræðan hefur verið svolítið einskorðuð við landbúnað, sjávarútveg og fjármálalífið. Við ætlum að ná til fleiri aðila," segir Ágúst.
Hann tekur fram að þetta sé undanfari þess að skilgreina samningsmarkmið. „Umboð okkar nær hins vegar ekki til þess að samningsmarkmið séu skilgreind. Sú ákvörðun hefur ekki verið tekin. Þetta er hins vegar nauðsynleg vinna áður en kemur að slíkri skilgreiningu."
Ágúst kveðst eiga von á að niðurstöður fáist snemma á næsta ári.
„Síðan verður unnið úr þeim á vettvangi nefndarinnar. Ef við sækjum um aðild liggur að minnsta kosti þessi vinna fyrir. Hún gæti auðvitað flýtt fyrir ferlinu."
Í nefndinni um þróun Evrópumála, sem skipuð var 1. febrúar síðastliðinn, eru fulltrúar Að auki býðst Alþýðusambandi Íslands, Samtökum opinberra starfsmanna, Samtökum atvinnulífsins og Viðskiptaráði Íslands að tilnefna hvert einn fulltrúa í nefndina.Nefndin á að skila ríkisstjórninni skýrslu árlega. Hún starfar á vegum forsætisráðuneytisins en utanríkisráðuneytið og sendiráð veita nauðsynlega aðstoð.