Geir Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í fréttum Útvarpsins, að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar setji landsfundi Sjálfstæðisflokksins ekki afarkosti. Ummæli Ingibjargar í Útvarpinu í dag hafi ekki áhrif á ákvarðanatöku á landsfundinum.
Ingibjörg sagði, að stjórnarsamstarfinu væri sjálfhætt ef ekki yrði ákveðið í byrjun næsta árs, að sækja um aðild að Evrópusambandinu.
Geir sagði að stjórnarsamstarfið hafi snúist um fleira en þetta mál. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fari með æðsta vald í málefnum flokksins og honum verði ekki settir neinir afarkostir, hvorki af formanni flokksins né formanni samstarfsflokksins.